mánudagur, júlí 10, 2006

Halló!
Unnur var á fullu í gærnótt að setja inn myndir úr brúðkaupi Halla og Helgu frá því á laugardaginn. Brúðkaupið var í alla staði frábært og slógum við strákarnir m.a. í gegn með myndabandinu okkar. Matti á heiður skilinn fyrir miklar fórnir í síðastliðinni viku, en hann klippti herlegheitin saman fyrir okkur.
Nú erum við skötuhjúin hálfnuð í brúðkaups maraþoninu, 2/4 búin. Serían mun svo enda þann 2. september þegar Mummi/Hildur ganga í það heilaga í Dómkirkjunni, vænta má jafnframt mikils stuðs í þeirri veislu enda veisluglaðar fjölskyldur á ferð. Skemmst er að minnast þeirra spora sem við Gunni E (Pony-san) tókum í útskrifaveislum þeirra fyrir tveimur árum síðan...

Það markverðasta sem er að frétta af okkur er náttúrulega framvinda Þórs Trausta en sú saga er sögð í lengra máli hér, http://www.barnaland.is/barn/34207.

Sólin farin að skína og gott frí framundan.

kv. Hellulands-famelí

mánudagur, júlí 03, 2006

Sælt veri fólkið!
Erum búin að setja inn fullt af nýjum myndum. Mikið drifið á daga okkar síðan síðasta blogg leit ljós dagsins. Fluttum í gamla hverfið okkar og Þór Trausti orðinn eins árs fyrir stuttu og búinn að fara í sína fyrstu utanlandsferð.

Hellulandskveðjur
SF, UA og ÞT

fimmtudagur, janúar 12, 2006

Daginn!
Langt var síðan bloggað var síðast, enda er þessu bloggi ætlað að vera strjált. Settar voru inn nýjar myndir fyrir skömmu og á Skonsan heiðurinn af þeim verknaði. Jæja jólin afstaðin og nýtt ár gengið í garð fyrir 12 dögum síðan.
Geri ráð fyrir því að 2007 verði eðal-ár, enda flyst fjölskyldan búferlum fljótlega og færir sig meira að segja um póstnúmer. Til að gera langa sögu örstutta þá er ferðinni heitið í 108, sótt til heimastöðvanna, nánar tiltekið í Helluland og þar mun Þór Trausti + Group ala manninn. Framundan er því sleggja, hamar og málningarrúlla sem verða tekinn Trausta-taki.

Þegar lesin eru blogg úr mannheimum má ætíð finna aðallega 3 gerðir af skrifum.
* Í fyrsta lagi eru það vitra-manna blogg sem geta t.d. fjallað um háskólanámið bloggarans og jafnvel er farið út í fræðilegar málalengingar um heim og geima, nenni því ekki- yfirlætisháttu.
* Svo eru til blogg þar sem fólk er að reyna að vera sniðugt, þykist vera miklir mannlífsspekúlantar og alltaf með aðra hliðina á öllum málum, nenni því ekki enda er það lafþunnur þrettándi og svo fer það í mínar fínustu.
* Ennfremur eru svo blogg þar sem fólk fer yfir athafnir liðinna daga og jafnvel bryddar upp á kómískum atriðum úr daglegu lífi, nenni því ekki - yrði of fyndið enda ætla ég ekki að bera ábyrgð á andnauð.

Því ætla ég að búa til nýjan ,,bloggisma" sem byggist á skeytingarleysi við staðalbloggin, og munu skrif mín einkennast af tvísögnum og andstæðum.

Lifið!
kv. Mákurinn

mánudagur, nóvember 07, 2005

Halló halló!!!!

Jæja þá eru hvorki meira né minna en 7 ný albúm komin í hús. Þetta er svona samtíningur frá árunum 2004 og 2005.
Enjoy!!!!

Luv,
Skone

Sælt verið fólkið!
Skonsan var svo dugleg að setja inn myndir í gær, fleiri myndir á leiðinni á næstunni. Tjékkið endilega á þessu.

kv. Mákurinn - skerjafjarðarmarðarmelur

sunnudagur, nóvember 06, 2005

Greetings!

Það er sunnudagsmorgun og við feðgar erum í rólegheitunum inni í stofu, Þór Trausti að sjúga á sér puttan og undirritaður að drekka café con leche. Framundan er að fara yfir verkefni sem ég setti fyrir í Bönkum og peningum, en umfjöllunarefnið í því verkefni voru þýðing vaxtaferla fyrir peningamálastefnu, staða Íbúðalánasjóðs og Erlenda skuldabréfaútgáfan.

* Á föstudagskvöldið fórum við skonsans í Villi-partý ( villibráðarhlaðborð/partý) heima hjá Ingul Lillý og Steina. Drengurinn tók sér lítið fyrir og skaut, verkaði og eldaði bráðina fyrir um 20 manns - geri aðrir betur. Með betri matseld sem ég hef upplifað í lengri tíma.

* Prófkjörið í gær fór ekki eins og ég vonaðist til, treysti á að Sjálfstæðismenn treystu á framtíðina frekar en að veðja á fortíðina, umhugsunarefni! Bara einn punktur varðandi VV og þá er umfjöllun um prófkjörið á enda. Maðurinn er búinn að vera í sveitarstjórnarmálum í 20 ár og tók ákvörðun í flugvallarmálinu kortér fyrir prófkjör í viðtali á stöð 2. Var eitt sinn á fundi með honum þar sem hann hafði ekki mikinn áhuga á flutningi flugvallarins fyrir um 1,5 ári síðan. Sérstakt.

p.s. skilum kveðju alla leið á Íslandsbryggju í kóngsins kaupinhavn, þar sem lítil skvísa varð eins árs þann. 4.nóv s.l. Til hamingju H&H og Þórhildur Helga.

____________ ______________ ____________

kv. SF - skerjafjarðarmörður

sunnudagur, október 30, 2005

Hæ hó!
Sunnudagur hér á bæ sem annars staðar. Eldað var pasta de la casa og drukkið Baron de Ley sem tók þátt í ,,gyllta glasinu 2005" 1400 kr. rauðvín sem er hverrar krónu virði og meira en það. Framundan er síðan bolti í hádeginu á morgun, spila fótbolta með verkfræðingunum í áhættustýringunni í KB í hádeginu á mánudögum. Frábær bolti og nauðsynlegt að hafa einn óðan hagfræðing með svona ólíkindatólum.
Prófkjör framundan og ætla ég að setja X ið mitt við Gísla Martein, ekki spurning. Tek með mér harðan kjarna úr fjölskyldunni sem er orðið vant því að vera teymt í prófkjör og Heimdallarkosningar í gegnum árin. Ný sýn, flugvöllurinn burt, byggt í eyjunum, lækka útsvarið, selja orkuveituna,eyða framsókn úr reykvískum stjórnmálum, þétta byggð í 101, segja upp lóðasamnningi við Granda Hf og láta þá flytjast upp í Akranes, færa olíutanka úr Örfyrirsey, færa slippinn og drífa Mýrargötuskipulagið í framkvæmd. Setja miklubrautina í göng, drífa sundabrautina áfram og sýna framsýni í stjórnmálum með því að færa sundahöfnina úr borginni.
Gott að létta á sér á ekki lengri tíma.

Mæli með Deadwood á S2, enda nær allt sem HBO gerir algert gull. Ber þar helst að nefna Sopranos og Sex and the city sem eru þættir með húmor.

nú er USD í sögulegu lágmarki gagnvart ISK heyrst hefur að það sé dýrara að kaupa ekki en kaupa, sem by the way einn frægur hlutabréfamiðlari sagði um Decode og Oz á sínum tíma.. ehehhee


kv. Mákurinn - skerjafjarðarmörður

miðvikudagur, október 26, 2005

Hæ Hó!
Margt búið að drífa á daga okkar UA síðan síðasta blogg var framið. Búinn að eignast lítinn töffara sem heitir Þór Trausti sem fæddist 14.6.2005. Keyptum okkur íbúð í Litla-Skerjafirði. Mákurinn fékk afhenta b.sc. gráðu í Hagfræði og dvelur langdvölum í Kaupþing banka. Skonsan er að massa Lögfræðina í HÍ.

Nú fer líf að færast í tuskurnar, erum að fara setja inn fullt af myndum fljótlega hér á síðuna, nema myndir af Þór Trausta verða í öllu sínu veldi til staðar á Barnalandi.

Annars erum við litla fjölskyldan í fínu flippi, óhrædd og velvakandi.

Mæli með eftirfarandi pælingum dagsins en þær eru umfjöllun andríki.is um launamun kynjanna og grein Snjólfs Ólafssonar í Mogganum í dag.
Annars fara fjölmiðlar óheyrilega í taugarnar á mér, og hafa gert í langan tíma, góðir að fjalla um sjálfa sig og taka ,,afstöðu" með eigendum sínum þegar því er að skipta. Það er ekki eins og mogginn sé eitthvað heilagt ,,benchmark"´í góðri blaðamennsku þótt síður sé. Hins vegar verður forvitnilegt að fylgjast með því hvað ,,fréttablaðið" (fá hins vegar plús í kladdann fyrir Markaðinn) og DV ná að grafa upp um nýja saksóknarann í Baugsmálinu, maður spyr sig. Svo spyr maður sig líka hvar er Kári Jónasson ristjóri í öllu Baugshavaríinu, Egilsynir virðast vera aðalmennirnir í skrifum um það mál?

P.s. Áfram Ben Bernanke, verðandi arftaki A. Greenspan.

kv. Mákurinn - ekki hundi út sigandi.