miðvikudagur, október 26, 2005

Hæ Hó!
Margt búið að drífa á daga okkar UA síðan síðasta blogg var framið. Búinn að eignast lítinn töffara sem heitir Þór Trausti sem fæddist 14.6.2005. Keyptum okkur íbúð í Litla-Skerjafirði. Mákurinn fékk afhenta b.sc. gráðu í Hagfræði og dvelur langdvölum í Kaupþing banka. Skonsan er að massa Lögfræðina í HÍ.

Nú fer líf að færast í tuskurnar, erum að fara setja inn fullt af myndum fljótlega hér á síðuna, nema myndir af Þór Trausta verða í öllu sínu veldi til staðar á Barnalandi.

Annars erum við litla fjölskyldan í fínu flippi, óhrædd og velvakandi.

Mæli með eftirfarandi pælingum dagsins en þær eru umfjöllun andríki.is um launamun kynjanna og grein Snjólfs Ólafssonar í Mogganum í dag.
Annars fara fjölmiðlar óheyrilega í taugarnar á mér, og hafa gert í langan tíma, góðir að fjalla um sjálfa sig og taka ,,afstöðu" með eigendum sínum þegar því er að skipta. Það er ekki eins og mogginn sé eitthvað heilagt ,,benchmark"´í góðri blaðamennsku þótt síður sé. Hins vegar verður forvitnilegt að fylgjast með því hvað ,,fréttablaðið" (fá hins vegar plús í kladdann fyrir Markaðinn) og DV ná að grafa upp um nýja saksóknarann í Baugsmálinu, maður spyr sig. Svo spyr maður sig líka hvar er Kári Jónasson ristjóri í öllu Baugshavaríinu, Egilsynir virðast vera aðalmennirnir í skrifum um það mál?

P.s. Áfram Ben Bernanke, verðandi arftaki A. Greenspan.

kv. Mákurinn - ekki hundi út sigandi.