sunnudagur, október 30, 2005

Hæ hó!
Sunnudagur hér á bæ sem annars staðar. Eldað var pasta de la casa og drukkið Baron de Ley sem tók þátt í ,,gyllta glasinu 2005" 1400 kr. rauðvín sem er hverrar krónu virði og meira en það. Framundan er síðan bolti í hádeginu á morgun, spila fótbolta með verkfræðingunum í áhættustýringunni í KB í hádeginu á mánudögum. Frábær bolti og nauðsynlegt að hafa einn óðan hagfræðing með svona ólíkindatólum.
Prófkjör framundan og ætla ég að setja X ið mitt við Gísla Martein, ekki spurning. Tek með mér harðan kjarna úr fjölskyldunni sem er orðið vant því að vera teymt í prófkjör og Heimdallarkosningar í gegnum árin. Ný sýn, flugvöllurinn burt, byggt í eyjunum, lækka útsvarið, selja orkuveituna,eyða framsókn úr reykvískum stjórnmálum, þétta byggð í 101, segja upp lóðasamnningi við Granda Hf og láta þá flytjast upp í Akranes, færa olíutanka úr Örfyrirsey, færa slippinn og drífa Mýrargötuskipulagið í framkvæmd. Setja miklubrautina í göng, drífa sundabrautina áfram og sýna framsýni í stjórnmálum með því að færa sundahöfnina úr borginni.
Gott að létta á sér á ekki lengri tíma.

Mæli með Deadwood á S2, enda nær allt sem HBO gerir algert gull. Ber þar helst að nefna Sopranos og Sex and the city sem eru þættir með húmor.

nú er USD í sögulegu lágmarki gagnvart ISK heyrst hefur að það sé dýrara að kaupa ekki en kaupa, sem by the way einn frægur hlutabréfamiðlari sagði um Decode og Oz á sínum tíma.. ehehhee


kv. Mákurinn - skerjafjarðarmörður