fimmtudagur, janúar 12, 2006

Daginn!
Langt var síðan bloggað var síðast, enda er þessu bloggi ætlað að vera strjált. Settar voru inn nýjar myndir fyrir skömmu og á Skonsan heiðurinn af þeim verknaði. Jæja jólin afstaðin og nýtt ár gengið í garð fyrir 12 dögum síðan.
Geri ráð fyrir því að 2007 verði eðal-ár, enda flyst fjölskyldan búferlum fljótlega og færir sig meira að segja um póstnúmer. Til að gera langa sögu örstutta þá er ferðinni heitið í 108, sótt til heimastöðvanna, nánar tiltekið í Helluland og þar mun Þór Trausti + Group ala manninn. Framundan er því sleggja, hamar og málningarrúlla sem verða tekinn Trausta-taki.

Þegar lesin eru blogg úr mannheimum má ætíð finna aðallega 3 gerðir af skrifum.
* Í fyrsta lagi eru það vitra-manna blogg sem geta t.d. fjallað um háskólanámið bloggarans og jafnvel er farið út í fræðilegar málalengingar um heim og geima, nenni því ekki- yfirlætisháttu.
* Svo eru til blogg þar sem fólk er að reyna að vera sniðugt, þykist vera miklir mannlífsspekúlantar og alltaf með aðra hliðina á öllum málum, nenni því ekki enda er það lafþunnur þrettándi og svo fer það í mínar fínustu.
* Ennfremur eru svo blogg þar sem fólk fer yfir athafnir liðinna daga og jafnvel bryddar upp á kómískum atriðum úr daglegu lífi, nenni því ekki - yrði of fyndið enda ætla ég ekki að bera ábyrgð á andnauð.

Því ætla ég að búa til nýjan ,,bloggisma" sem byggist á skeytingarleysi við staðalbloggin, og munu skrif mín einkennast af tvísögnum og andstæðum.

Lifið!
kv. Mákurinn