mánudagur, júlí 10, 2006

Halló!
Unnur var á fullu í gærnótt að setja inn myndir úr brúðkaupi Halla og Helgu frá því á laugardaginn. Brúðkaupið var í alla staði frábært og slógum við strákarnir m.a. í gegn með myndabandinu okkar. Matti á heiður skilinn fyrir miklar fórnir í síðastliðinni viku, en hann klippti herlegheitin saman fyrir okkur.
Nú erum við skötuhjúin hálfnuð í brúðkaups maraþoninu, 2/4 búin. Serían mun svo enda þann 2. september þegar Mummi/Hildur ganga í það heilaga í Dómkirkjunni, vænta má jafnframt mikils stuðs í þeirri veislu enda veisluglaðar fjölskyldur á ferð. Skemmst er að minnast þeirra spora sem við Gunni E (Pony-san) tókum í útskrifaveislum þeirra fyrir tveimur árum síðan...

Það markverðasta sem er að frétta af okkur er náttúrulega framvinda Þórs Trausta en sú saga er sögð í lengra máli hér, http://www.barnaland.is/barn/34207.

Sólin farin að skína og gott frí framundan.

kv. Hellulands-famelí